FATA2SH05 - Fatahönnun - Sniðtækni, hönnun, saumur

Undanfari : FATA1SH05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Nemendur dýpka þekkingu sína á grunnsniðum og saumtækni. Gera vinnulýsingu eftir eigin hönnun og þjálfast í að vinna eftir eigin vinnulýsingu.Saumtækniprufur eru gerðar og sett er saman einföld og fóðruð flík. Nemendur setja hugmyndir sínar á blað í riti og teikningum. Vettvangsferðir og sýning á verkefnum eru hluti af áfanganum.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • saumtækni
  • saum og fóðri
  • vinnu með teygjanleg efni (jersey)
  • flóknari frágang á saumum
  • verklýsingum og flötum teikningum
  • tískuteikningu

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna flóknari útfærslur á sniðum
  • gera eigin vinnulýsingar
  • fara eftir vinnulýsingum
  • áætla efnikaup

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna sjálfstætt við snið og sniðútfærslur
  • sauma fóðraða flík
  • nota og gera vinnulýsingar