ESÞJ3ÍS05 - Einka- og styrktarþjálfun - Íþróttameiðsli og sjúkdómar
Undanfari : VOHR2VF05, VOHR3VF10 og ÍÞLE3ÞÍ05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Farið verður yfir helstu meiðsli sem upp geta komið hjá íþróttafólki við æfingar og keppni. Einnig verður farið í algeng stoðkerfisvandamál og ýmsa sjúkdóma meðal almennings, s.s. vefjagigt og þunglyndi, og jákvæð áhrif þjálfunar þar á. Farið verður í forvarnir og viðbrögð við íþróttameiðslum og hvenær vísa eigi skjólstæðingi til annarra fagaðila.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu meiðslum sem verða við æfingar og keppni s.s. höfuðhögg, vöðvatognanir, beinbrot, liðhlaup og sinavandamál
- hvernig er best að bregðast við íþróttameiðslum
- helstu áhættuþáttum íþróttameiðsla
- meiðslahættu við einka- og styrktarþjálfun
- hlutverki einka- og styrktarþjálfunar sem forvörn við meiðslum og í endurhæfingu
- helstu álagsmeiðslum í þjálfun
- algengum stoðkerfisvandamálum meðal almennings s.s. brjósklos, slitgigt og axlamein
- jákvæðum áhrifum þjálfunar á ýmsa sjúkdóma s.s. vefjagigt, þunglyndi, kvíða og offitu
- þeim óvæntu aðstæðum sem geta komið upp við einka- og styrkarþjálfun s.s. áverkar, flogaköst, sykurfall o.þ.h.
- helsta hlutverki og takmörkunum teipinga
- áhrifum meiðsla á andlega heilsu íþróttafólks
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita fyrstu hjálp við meiðslum og þeim óvæntu aðstæðum sem geta komið upp við æfingar
- framkvæma öryggisathugun á æfingastað m.t.t. slysahættu
- framkvæma teipingar til að koma í veg fyrir frekari meiðsli hjá skjólstæðingi
- búa um áverkasvæði við skyndiáverka
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- gera sér grein fyrir hvenær vísa þarf skjólstæðingi í hendur annarra fagaðila
- gera sér grein fyrir ástandi skjólstæðings m.t.t. meiðsla og sjúkdóma og tengja við gerð þjálfunaráætlunar
- geri sér grein fyrir og geti rökstutt eigið val á teipingu og viðbrögðum við langvarandi meiðslum og óvæntum áverkum sem upp geta komið við þjálfun