ENSK3VO05 - Enska - Vísindalegur orðaforði í ensku

Undanfari : ENSK2GA05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum er þjálfaður vísindalegur orðaforði með það fyrir augum að undirbúa nemandann fyrir háskólanám þar sem námsefni er á ensku. Nemendur þjálfa sig í grunnorðaforða í fræðilegri ensku, m.a. með því að lesa texta í fræðum sem þeir hafa áhuga á og hlusta á stutta fyrirlestra til að þjálfa sig í hlustun á fræðilegum orðaforða.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • vísindalegum orðaforða í enskum textum og tali
  • setningauppbyggingu í fræðilegri ensku
  • algengum stofnum sem notaðir eru í fræðilegri ensku

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja texta á fræðisviði sem þeir hafa áhuga á
  • lesa þokkalega erfiða texta á fræðilegri ensku um ýmis fræðisvið sér til gagns
  • hlusta á fyrirlestra á háskólaensku sér til gagns.

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja texta sem hann þarf að takast á við í háskólanámi eða öðrum verkefnum þar sem fræðileg enska er notuð
  • skilja talað mál þegar notuð er fræðileg enska, svo sem í fjölmiðlum eða í námi