ENSK2KO05 - Enska - Krefjandi orðaforði
Undanfari : Enska úr grunnskóla með 8 eða undirbúningsáfangi
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Áhersla er lögð á að nemendur verði vel læsir á krefjandi texta. Þeir verða þjálfaðir í að tileinka sér krefjandi orðaforða, tjá hugsun sína skýrt í riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan orðaforða og góðan skilning. Lesin eru bókmenntaverk úr hinum enskumælandi menningarheimi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- menningu, viðhorfum og gildum í tilteknum enskumælandi löndum
- orðaforða sem nauðsynlegur er til að standast hæfniviðmið þrepsins
- notkun tungumálsins sem er nauðsynleg til að standast hæfniviðmið þrepsins
- helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja fjölbreytt mál
- lesa margs konar gerðir texta
- beita málfari við hæfi í samskiptum
- tjá sig um málefni sem hann hefur undirbúið
- skrifa margs konar texta
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja almennt talað mál
- tileinka og nýta sér efni ritaðs texta
- lesa texta og geta tjáð sig munnlega eða skriflega um efni þeirra
- tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt
- skrifa læsilegan texta um efni frá eigin brjósti
- skrifa margskonar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem við eiga hverju sinni