ENSK1ÞS04 - Enska - Með áherslu á þjónustustörf (ST)
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Orðaforði sem tengist þjónustustörfum er hafður að leiðarljósi í þeim tilgangi að styrkja þá nemendur sem vinna eða munu hugsanlega vinna við þjónustustörf í framtíðinni. Brotið verður upp hefðbundið mynstur í enskukennslunni með áherslu á uppgötvun, gagnrýna hugsun, umræður og ígrundun ásamt hefðbundnum kennsluaðferðum. Unnið verður með ýmis hugtök sem tengjast þjónustu og þjónustustörfum á fjölbreyttan hátt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- að enskukennsla getur verið fjölbreytt og áhugamiðuð
- fjölbreyttum hugtökum sem tengjast þjónustustörfum
- mikilvægi þess að geta tjáð sig á enskri tungu þegar unnið er við þjónustustörf
- að vinnuferlið er ekki síður mikilvægt en afraksturinn
- að hægt er að leita leiða á fjölbreyttan hátt
- að sjónarhorn allra er jafnt mikilvægt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- að bjarga sér í ensku við ýmis þjónustustörf
- að koma skoðunum sínum á framfæri
- nálgast viðfangsefnin á mismunandi hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- eiga samskipti við enskumælandi einstaklinga í gegnum ýmis þjónustustörf
- nýta sér fjölbreyttar nálganir í námsferlinu
- lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar úr umhverfinu
- hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
- leggja mat á árangur sinn og möguleika sína
- hlusta á aðra og tjá eigin skoðanir á ensku
- leita nýrra leiða og mynda sér sjálfstæðar skoðanir
Áfangi á starfsbraut