ENSK1ET05 - Enska - Skilningur og tjáning

Undanfari : Einkunn undir 5 úr grunnskóla
Í boði : Alltaf

Lýsing

Áhersla er lögð á að nemendur öðlist góða almenna færni í ensku. Þeir verða þjálfaðir í að tileinka sér almennan orðaforða og í að nota málið og tjá sig á skýran og skipulegan hátt. Áhersla er lögð á lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan orðaforða og góðan skilning. Viðfangsefni eru: textalestur, orðaforði, ritun og málfræði

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
  • notkun tungumálsins sem er nauðsynleg til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
  • lesskilningi sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja almennt og einfalt mál
  • lesa einfalda texta sér til gagns
  • beita málfari við hæfi í samskiptum
  • tjá sig skipulega
  • skrifa einfaldar ritanir

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja almennt talað mál
  • tileinka og nýta sér efni einfaldra ritaðra texta
  • lesa einfalda texta og geta tjáð sig skriflega um efni þeirra
  • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt
  • skrifa einfaldan og læsilegan texta um efni frá eigin brjósti