EFNA3LR05 - Efnafræði - Lífræn efnafræði
Undanfari : Fimm einingar á 2. þrepi í efnafræði
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum fá nemendur yfirlit yfir helstu efnisþætti lífrænnar efnafræði og lífefnafræði. Sérkenni lífrænna efna eru skoðuð, fjallað er um helstu flokka lífrænna efna, nafnakerfi og helstu efnahvörf. Þrír meginflokkar lífefna er til umfjöllunar, þ.e. sykrur, fitur og prótein. Áfanginn byggir að hluta á verklegum æfingum og verkefnum sem nemendur vinna undir leiðsögn kennara
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis
- einkennum helstu flokka lífrænna efna
- nafnakerfi lífrænna efna (IUPAC)
- helstu efnahvörfum lífrænna efna
- hugtakinu hendið (ósamhverft) kolefni
- byggingu og helstu eiginleikum sykra, lípíða og amínósýra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- gefa lífrænum efnum nöfn út frá byggingarformúlum
- teikna byggingarformúlur lífrænna efna út frá gefnum nöfnum
- teikna mismunandi rúmísómerur lífrænna efna
- framkvæma verklegar æfingar í lífrænni efnafræði með leiðsögn
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- lesa úr og túlka niðurstöður verklegra æfinga og yfirfæra á bókleg atriði í lífrænni efnafræði
- yfirfæra bóklega þekkingu í lífrænni efnafræði á hluti í daglegu lífi