Lýsing
Framhaldsáfangi í eðlisfræði. Efnisatriði: Hitakvarðar, RMS-hraði gassameinda, algengasti hraði, Maxwell-Boltzmann dreifing, kjörgasjafnan, varmi, eðlisvarmi, varmarýmd, fasaskiptavarmi, varmaleiðni, varmageislun, varmaflæði, hringhreyfing, miðsóknarhröðun, miðsóknarkraftur, skrens, massamiðja, hverfiþungi, hverfitregða, kraftvægi, varðveisla hverfiþunga, snúningsorka, þyngdarlögmálið, lögmál Keplers, þyngdarstöðuorka, þyngdarmætti og eldflaugar. Í áfanganum eru gerðar eðlisfræðitilraunir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- tengslum hitastigs og hreyfingar sameinda
- eðlisvarma og fasaskiptavarma ólíkra efna
- lögmálum um varmaskipti
- leiðum varmaflæðis
- eiginleikum hringhreyfingar
- samspili miðsóknarkrafts og annarra krafta
- hverfitregðu, hverfiþunga og snúningsorku
- lögmáli þyngdarverkunar
- þriðja lögmáli Keplers
- þyngdarstöðuorku og orkuvarðveislu á sporbaug
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- finna lokahitastig í blöndu mismunandi efna við mismunandi hitastig í mismunandi fasa
- finna hitastig inni í efnishlut út frá mismunandi umhverfishitastigi
- beita orkuvarðveislu til að finna hraða á hringferli
- finna leyfilegan hraða í beygju út frá brautarhalla og veggripi
- nýta varðveislu hverfiþunga til að reikna snúning hluta með mismunandi lögun
- nýta þyngdarlögmálið og þriðja lögmál Keplers til að komast að upplýsingum um braut reikihnattar
- nýta orkuvarðveislu til að komast að upplýsingum um braut reikihnattar
- leiða út eðlisfræðilögmál með algebru, deildun, heildun og rökleiðslu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- komast að tölulegum niðurstöðum um umhverfi sitt á grundvelli fyrirliggjandi gagna
- framkvæma verklegar æfingar í eðlisfræði og vinna úr þeim og útskýra niðurstöður þeirra
- afla gagna sjálfstætt um eðlisfræðilegt viðfangsefni á erlendu tungumáli og skilað skriflegri niðurstöðu
- tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar