DANS1LF05 - Danska - Aukinn lesskilningur og frumhugtök danskrar málfræði
Undanfari : D úr grunnskóla
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í þessum áfanga skal fyrst og fremst leitast við að auka sjálfstraust nemandans í dönsku. Stuttir textar með einföldum orðaforða eru lesnir og ræddir. Orð sem bera hvern texta uppi eru þjálfuð með stuttum ritunaræfingum og hlustunaræfingum sem tengjast efni viðkomandi texta. Kennd eru undirstöðuatriði danskrar málfræði, s.s. nútíð sagna. Orðaforði er og styrktur með ítrekuðum spurningum úr texta. Hlustun er þjálfuð og reynt er að tengja hana þeim orðaforða sem unnið hefur verið með í áfanganum. Léttar og einfaldar talæfingar eru gerðar í tengslum við orðaforða les- og ritunarefnis. Einfaldar málvenjur eru kenndar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- orðaforða sem lestur stuttra og einfaldra lesbókartexta byggir á
- frumhugtök danskrar málfræði, s.s. greining orðflokka ( nafnorða , fornafna, sagna og töluorða)
- helstu hefðum í uppsetningu og skipulagi ritaðs máls s.s. einföldum bréfum, lýsing á herberginu, áhugamálum, fjölskyldunni og endursögnum stuttra textabrota o.s.frv
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja einfalt talað má
- skilja stutta rauntexta eins og einfaldar stuttar blaðagreinar
- rita einfalda texta t.d. bréf og endursagnir úr lesnu efni
- hlusta á efni tengt lesefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta endursagt í rituðu máli innihald stuttra texta
- geta beitt einfaldri málnotkun við ritun einfalds texta s.s. að skrifa texta í nútíð á dönsku
- geta skrifað einfaldan texta um efni frá eigin brjósti s.s. segja frá fjölskyldu sinni, herberginu sínu, hvað gert er með vinum o.s.frv
- geta hlustað og skilið einfalt talað mál tengt þeim textum sem áður hefur verið unnið með