BÓKF2BT05 - Bókfærsla - Tölvubókhald
Undanfari : BÓKF2BF05 eða BÓKF1BR05
Í boði
: Haust
Lýsing
Gert er ráð fyrir að nemendur sem hefja nám í þessum áfanga hafi fullt vald á bókhaldshringrásinni, geti hafið bókhald, skráð færslur og lokað bókhaldi samkvæmt reglukerfi tvíhliða bókhalds. Þessi kunnátta er dýpkuð og tölvutæknin notuð til þess að færa bókhald. Farið er yfir þær kröfur sem gerðar eru til tölvubókhaldskerfa og varðveislu gagna sem notuð eru við slíkt bókhald. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á hvernig fjárhagsbókhald sækir upplýsingar í birgðabókhald, viðskiptamannabókhald, sölubókhald og launabókhald. Kynntir eru möguleikar á ýtarlegri skýrslugerð ásamt túlkun og greiningu upplýsinga. Nemendum er kynnt mikilvægi upplýsingakerfa fyrir stjórnendur í nútíma viðskiptaumhverfi þar sem nákvæmar upplýsingar í rauntíma nýtast þeim til skilvirkrar ákvarðanatöku.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- umhverfi tölvubókhalds/upplýsingakerfis
- helstu vinnureglum tölvubókhalds
- uppbyggingu tölvubókhaldskerfis og bókhaldslykilsins og skilji hvernig mismunandi undirkerfi vinna saman við heildarkerfið
- færslu gagna úr bókhaldskerfi yfir í önnur forrit svo sem töflureikni, ritvinnslu o.fl. og þeim möguleikum sem í þessu felast notkunarmöguleikum bókhaldskerfis til
markvissar upplýsingaöflunar og skýrslugerðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- færa tölvubókhald, bakfærslur og almennum vinnureglum
- meðhöndla og merkja fylgiskjala
- stofna og eyða t.d. vörunúmerum, birgjum og viðskiptamönnum
- útbúa launaseðla og skilaskýrslur
- gera upp fyrir tiltekið reikningstímabil
- setja upp bókhaldslykil
- færa gögn úr bókhaldskerfi yfir í önnur forrit svo sem töflureikni, ritvinnslu o.fl. vinna úr þeim gögnum sem flutt eru úr bókhaldskerfi til frekari útreikninga og framsetningar
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- hefja vinnu við færslu bókhalds í bókhaldskerfi
- skrá, bóka og bakfæra fylgiskjöl í mismunandi kerfum
- flokka, merkja og varðveita fylgiskjöl bókhalds
- loka bókhaldsári minni rekstrar og sett upp ársreikning
- nýta upplýsingakerfi til markvissrar upplýsingaöflunar og skýrslugerðar
- túlka upplýsingar úr tölvubókhaldi