BÓKF2BF05 - Bókfærsla - Bókfærsla 1

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Fjallað er um grundvallaratriði tvíhliða bókhalds. Nemandanum er gerð grein fyrir hlutverki bókarans og tilgangi bókhaldsins. Algengustu reikningar eru kenndir fyrst og flokkun þeirra í eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Farið í dagbókarfærslur, prófjöfnuð, opnun og lokun höfuðbókar, tengsl hennar við dagbók og gerð einfalds efnahags- og rekstrarreiknings. FOB og CIF skilmálar útskýrðir og munurinn á eðli sölu- og innkaupakostnaðar. Farið yfir reglur um virðisaukaskatt og hvernig þeim er beitt í bókfærslunni. Unnið með reikningsuppgjör og lokun höfuðbókar með einföldum athugasemdum s.s. ógreiddum og fyrirfram greiddum kostnaði og vöxtum. Kynntar eru aðferðir við að færa tapaðar kröfur, hvernig fasteigna og bifreiðakaup eru færð. Erlendur innflutningur og launagreiðslur. Mikil áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð nemanda og góðan frágang.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grunnhugtökum bókfærslu
  • helstu lögum um bókhald
  • sambandi dagbókar og höfuðbókar


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • stilla upp prófjöfnuði
  • gera upp virðisaukaskat
  • gera upp viðskipti fyrir ákveðið tímabil með einföldum athugasemdum
  • reikna út hagnað og tap
  • setja upp efnahags- og rekstrarreikning
  • færa niðurstöður dagbókar í aðalbók
  • færa einfaldar dagbókarfærslur


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta niðurstöður dagbókar til að setja upp tvíhliða bókhald
  • færa einfaldar færslur í fjárhagsbókhaldi
  • rökstyðja einstakar færslur í bókhaldi
  • nýta niðurstöður dagbókar til að setja upp tvíhliða bókhald