ÆFÞJ3SÞ05 - Æfingakerfi þjálfunar - Sértækar þjálfunaráætlanir

Undanfari : VOHR2VF05, VOHR3VF10, ÍÞLE3ÞÍ05 og ÆFÞJ3SÞ05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í þessum áfanga verður farið í þjálffræði og gerð þjálfunaráætlana fyrir ákveðna hópa samfélagsins. Áhersla verður lögð á hvernig haga skal þjálfun barna og ungmenna, aldraðra og þjálfun á meðgöngu. Einnig verður farið í þjálfun hjartveikra, þeirra sem þjást of offitu, sykursýkissjúklinga sem og þeirra sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi þjálfunaráætlunar í að ná þjálfunarmarkmiðum
  • þeim fjölmörgu þáttum sem taka þarf tillit til við gerð þjálfunaráætlana
  • einkennum sjúkdóma sem leggjast á hjarta- og æðakerfið og öndunarfærin
  • hvað einkennir ákveðna samfélagshópa m.t.t. gerð þjálfunaráætlana
  • þekki afleiðingar offitu og hver áhrif hennar á gerð þjálfunaráætlana eru
  • útskýra einkenni sykursýkis
  • lýsa ferli æðakölkunar
  • lýsa þekktum vandamálum sem hrjá konur í íþróttum og hvernig einka- og styrktarþjálfari getur komið til hjálpar
  • orsökum sjúkdóma í öndunarfærum s.s. astma


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skrá þjálfunaráætlanir á tölvutæku formi
  • rita skýrar og skilmerkilegar þjálfunaráætlanir fyrir ólíka hópa
  • miðla upplýsingum þjálfunaráætlana til skjólstæðinga


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • hanna þjálfunaráætlun frá grunni byggða á þörfum, getu og markmiðum viðkomandi skjólstæðings
  • aðlaga þjálfunaráætlanir að breyttum aðstæðum, s.s. vegna meiðsla, umhverfis o.þ.h.
  • aðlaga þjálfunaráætlanir að dagsformi viðkomandi skjólstæðings
  • gera sér grein fyrir ábyrgð sinni á gæðum þjálfunaráætlana og geta rökstutt allar breytingar sem gerðar eru á henni
  • gera sér grein fyrir mikilvægi þess að aðlaga erfiðleikastig þjálfunar að markmiðum
  • lýsa ólíkum viðbrögðum mismunandi hópa við þjálfunaráreiti s.s. börn, aldraðir, þungaðar konur og þeirra sem glíma við offitu
  • gera sér grein fyrir þeim varúðarráðstöfunum sem þarf að grípa til þegar börn og ungmenni eru í þjálfun
  • útskýra aldurstengdar breytingar á súrefnisupptöku, styrk, líkamssamsetningu og liðleika
  • gera grein fyrir hlutverki þjálfunar sem meðferð og forvörn við sjúkdómum s.s. hjarta- og æðasjúkómum og beinþynningu
  • geti útbúið og rökstutt þjálfunaráætlun fyrir þá sem glíma við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, öndunarfærasjúkdóma og offitu
  • rökstyðja hvernig hreyfing getur verið hluti meðferðar sykursýkissjúklinga
  • geri sér grein fyrir áhættuþáttum