ÆFÞJ3ÆF05 - Æfingakerfi þjálfunar - Þjálfunaráætlanagerð

Undanfari : VOHR2VF05, VOHR3VF10, ÍÞLE3ÞÍ05 og MÆLG3MÆ05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í þessum áfanga er farið yfir megin atriði þjálfunaráætlana, gerð þeirra og þarfagreininga fyrir almenning. Farið er yfir áhrif einstaklingsbundinna þátta á gerð þjálfunaráætlana s.s. aldurs, líkamsástands, sjúkdóma og markmiða hvers og eins. Nemendur fá þjálfun í að útbúa áætlanir fyrir ólíka einstaklinga.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi þjálfunaráætlunar í að ná þjálfunarmarkmiðum
  • þeim fjölmörgu þáttum sem taka þarf tillit til við gerð þjálfunaráætlana
  • samspili mismunandi æfinga við þjálfun
  • samspil æfinga og stoðkerfisvanda
  • þekki til lífstílssjúkdóma og áhrif þeirra á líkamsþjálfun
  • meiðslahættu við æfingar m.t.t. ólíkra skjólstæðinga


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skrá þjálfunaráætlanir á tölvutæku formi
  • rita skýrar og skilmerkilegar þjálfunaráætlanir


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • hanna þjálfunaráætlun frá grunni byggða á þörfum, getu og markmiðum viðkomandi skjólstæðings
  • aðlaga þjálfunaráætlanir að breyttum aðstæðum, s.s. vegna meiðsla, umhverfis o.þ.h.
  • aðlaga þjálfunaráætlanir að dagsformi viðkomandi skjólstæðings
  • breyta þjálfunaráætlun í skyndi útfrá óskum skjólstæðings og hafni þeim óskum falli þær ekki að faglegum viðmiðum þjálfara
  • geta rökstutt þjálfunaráætlun og allar breytingar sem gerðar eru á henni
  • gera sér grein fyrir ábyrgð sinni á gæðum þjálfunaráætlana