ÁÆST3SA05 - Áætlanir og gæðastjórnun

Undanfari : ?Óákveðið
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist mikilvægi gæðastjórnunar og áætlunargerðar við verklegar framkvæmdir í bygginga- og mannvirkjagreinum. Farið er yfir upphaf og þróun gæðastjórnunar og fjallað m.a. um gæðaeftirlit, gæðatryggingu, altæka gæðastjórnun, gæðahringi, stöðugar umbætur, verkferla, ISO 9000 staðalinn og notkun eyðublaða við gæðastjórnun. Einnig efnistaka nemendur hluta af fokheldu timburhúsi og gera kostnaðaráætlun fyrir nokkra efnisþætti þess. Kennslufyrirkomulag áfangans: Fyrirlestrar, umræður, hópvinna og verkefnavinna.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi gæðastjórnunar við verklegar framkvæmdir
  • gæðaeftirliti, gæðatryggingu og gæðakostnaði
  • notagildi þess að vinna með og nýta sér efnis-, kostnaðar-, og verkáætlanir


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með hugmyndafræði gæðastjórnunar
  • nýta sér verklagsreglur og vinnulýsingar
  • vinna eftir efnis- og kostnaðaráætlunum
  • vinna eftir verkáætlunum


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útbúa verklagsreglur og vinnulýsingar fyrir afmarkaða verkþætti
  • setja upp verkáætlun fyrir minni verkþætti
  • gera efnis- og kostnaðaráætlun fyrir afmarkaða verkþætti