NENG2EF02(NB) - Efnis og verkfærafræði veiðarfæragerðar

Efnisfræði

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Farið er yfir eiginleika þeirra efna sem einkum eru notuð í iðngreininni. Fjallað er um framleiðslu efnanna og uppbyggingu og gerð grein fyrir reglum sem gilda um mælingar á eiginleikum þeirra. Einkum skal farið yfir efni sem notuð eru í netagarn og tó, víra, lása, keðjur, flot, bobbinga og blý. Aðaláherslu skal leggja á eiginleika einstakra efna og gera grein fyrir hvaða eiginleikar eru heppilegir í hverju tilviki.

Þekkingarviðmið

  • hugtakinu efnisfræði, viðfangsefnum efnisfræðinnar og tengslum hennar við efna- og eðlisfræði
  • eiginleikum og notkunarsviði allra efna sem notuð eru í iðngreininni. Framleiðsluaðferðum og framleiðsluheitum efna. Kröfum varðandi framleiðsluaðferðir og gæði tógs, garns, víra, keðja, flota og gúmmíhluta
  • netagarni og tógi úr náttúrulegum efnum sem notuð hafa verið og eru sumstaðar enn notuð í veiðarfæri. Rotnun, orsakir og endingar-aukningu með rotvörnum
  • gerviefnum í netagarni og tógi, framleiðsluheitum, framleiðsluaðferðum, efniseiginleikum, flokkun og merkingakerfum
  • eiginleika og merkingarkerfi kaðla. Upplýsingar framleiðenda
  • vírum, framleiðslu þeirra, samsetningu, notkunarsviði og endingu. Merkingakerfi víra og upplýsingar framleiðenda
  • lásum og tengilhlutum. Merkingakerfi lása og tengihluta. Upplýsingar framleiðenda
  • keðjum sem eru notuð í veiðarfæri. Merkingakerfi og upplýsingarframleiðenda
  • flotum og blýi. Merkingakerfi og upplýsingar framleiðenda
  • bobbingum og stálbobbingum, dýptarsviði og sjóþyngd. Merkingakerfi og upplýsingar framleiðenda
  • innlendum stöðlum um efni; ÍST 101, 102, 105, 108 og 109. Er-lendum stöðlum um gerviefni, víra, lása, staðla, flot, bobbinga og blý
  • meginatriði í þróun efna til veiðar-færagerðar og efnisfræðilega eiginleika nýrra efna samanborið við hefðbundin efni
  • öllum helstu handverkfærum sem notuð eru til veiðarfæragerðar hérlendis
  • öllum mælitækjum sem notuð eru til veiðarfæragerðar hérlendis
  • helstu vélknúnu verkfærum sem notuð eru við veiðarfæragerð hérlendis
  • undirstöðuatriði við skipulag vinnusvæða og starfsstöðva
  • hugtakinu framleiðni, bæði innan skipulagseiningar og heildar
  • hugtakinu framlegð

Leikniviðmið

  • útskýra hvernig efnisfræðilegar rannsóknir og niðurstöður eru hagnýttar við hönnun, framleiðslu og mat á nýtingarmöguleikum og gæðum veiðarfæra
  • meta framleiðsluaðferðir efna og skilgreina hvort framleiðsla sé unnin eftir þekktum og viðurkenndum aðferðum og reglum. Leita haldbærra upplýsinga og leggja mat á þær
  • greina á milli eiginleika, kosta og ókosta náttúrulegra efna og gerviefna
  • velja garn til netagerðar og rökstyðja valið
  • velja kaðla í veiðarfæri og rökstyðja valið
  • velja viðeigandi efni og íhluti með hliðsjón af styrk og öryggi: S.s víra, keðjur, kaðla og lása og tengihluti. Rökstyðja valið
  • velja flot í samræmi við aðstæður; sjódýpt, sökkhraða, þrýstiþol, höggálag og uppdrift
  • velja bobbinga og rokkhoppergúmmi (steinastiklu) eftir loft- og sjóþyngd og botngerð
  • nota staðla við val á efnum og framleiðslu veiðarfæra
  • leggja mat á hvenær skal ráðleggja notkun nýrra (og jafnan dýrari) efna og rökstyðja tillögur með tilvísun í reynslu og upplýsingar framleiðenda
  • velja og beita handverkfærum til allra þátta í veiðarfæragerð
  • velja og beita mælitækjum af nákvæmni. Skrá mæliniðurstöður á faglegan hátt og vista ef tilefni er til
  • beita vélknúnum verkfærum af öryggi. Fara að öllum öryggiskröfum við vinnu með vélknúin verkfæri
  • leggja fram rökstuddar upplýsingar um endurbætur og breytingar á skipulagi starfsstöðva, aðstöðu og verkferlum
  • aðferðum til að meta og mæla framleiðni innan skipulagseiningar
  • beita framlegðarreikningi á eigin viðfangsefni og verkefni

Hæfnisviðmið

  • kynna sér og leggja mat á vörur og framboð framleiðenda í ljósi efniseiginleika
  • meta upplýsingar framleiðenda á gagnrýninn hátt og leita staðfestinga í reynslu notenda
  • meta hvaða efni skal nota á hverjum stað í veiðarfæri og velja með hliðsjón af upplýsingum framleiðanda og seljanda um efniseiginleika og gæði
  • upplýsa viðskiptavini um möguleika í efnisvali með tilliti til efniseiginleika
  • eiga samskipti við framleiðendur og seljendur með hliðsjón af kröfum, stöðlum og óskum viðskiptamanna
  • rækta með sér kostnaðarvitund, bæði varðandi breytilegan og fastan kostnað
  • efla með sér vitund um starfsaðstöðu og leggja fram jákvæðar tillögur um lagfæringar, þróun og endurnýjun
  • rökstyðja tillögur sínar með tilvísun í framleiðni og framlegð
Nánari upplýsingar á námskrá.is