Almenningi býðst nú að bóka tíma í fótaaðgerð hjá fótaaðgerðafræðinemum skólans. Starfsemin fer af stað í janúar og verður í gamla húsnæði Keilis á Ásbrú, Grænásbraut 910. Bókanir fara fram í gegnum noona appið undir "Fótaaðgerð hjá nema við FS".
Innritun nemenda sem ekki stunda nám í skólanum á þessari önn stendur yfir 1. nóvember - 1. desember. Sótt er um á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
