Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

ÍSA-4036

Íslenska sem annað tungumál - Íslenskar bókmenntir og menningarsaga
Í áfanganum er gefið yfirlit yfir bókmenntir og menningarsögu Íslands og er námsefnið lagað að íslenskukunnáttu nemenda með annað móðurmál. Markmið áfangans er að gefa nemendum með annað móðurmál menningarlegan og mállegan ramma til þess að þeir átti sig á þeirri menningarbundnu þekkingu og þjóðarvitund sem oft er gengið út frá í námsefni og námstökum. Fjallað verður um norræn trúarbrögð og goðsagnir og áhrif norrænnar goðafræði á íslenskar bókmenntir. Gefið verður yfirlit yfir sögu Íslands og þjóðhætti. Fjallað er um undirstöðuatriði íslensks málkerfis og málfræðihugtök.
  • Undanfari: ÍSA 303/313
                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015