EFNA3RA05 - Efnahvörf og rafefnafræði

efnahvörf, rafefnafræði og kjarnaefnafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EFNA3EG05
Efnisþættir sem eru teknir fyrir í áfanganum eru ólíkar gerðir efnahvarfa og helstu gerðir efnahvarfa kjarnaefnafræðinnar. Mjög ítarlega er farið í sýru-basa hvörf og hvörf málma við sýru. Haldið er áfram með leysni salta og leysnimargfeldi. Einnig er fjallað um rafefnafræði, galvanihlöð og aðrar rafhlöður í sambandi við oxun-afoxunar hvörf. Áhersla er lögð á dæmareikning þar sem ofangreindum efnisþáttum er fléttað saman.

Þekkingarviðmið

  • myndun salta og ákvörðun leysnimargfeldis þeirra
  • myndun botnfalls
  • áhrifum samskonar jóna á jafnvægi fellingarhvarfa
  • sýrum og bösum, pH hugtakinu
  • sjálfsjónun vatns, sýru og basa klofningsfasta
  • muninum á römmum og veikum lausnum af sýrum og bösum
  • sýru-basa-títrun
  • spennuröðinni
  • galvanihlöðum, Nernst-jöfnunni og rafgreiningu
  • tæringu og tæringarvörnum
  • gerð geislunar, hraða niðurbrots við geislun og helmingunartíma geislavirkra samsæta

Leikniviðmið

  • skilgreina ofangreind hugtök og greina milli ólíkra efnafræðihugtaka
  • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
  • skrifa raungreinaskýrslu
  • reikna dæmi tengd hugtökunum hér að ofan
  • spá fyrir um myndun botnfalls með reikningum

Hæfnisviðmið

  • tengja efnafræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
  • geta tjáð sig í ræðu og riti um raungreinar
  • átta sig á hvaða reikniaðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í efnafræði
  • gera sér grein fyrir mikilvægi nákvæmra vinnubragða í efnafræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is