Raunvísindabraut 2024 (RAU24) - 200 ein.

Raunvísindabraut 2024 tekur gildi haustið 2024. Núverandi nemendur eru á Raunvísindabraut 2020.

Inntökuskilyrði:
Inntökuskilyrði á raunvísindabraut eru að grunnskólaeinkunn í íslensku og stærðfræði sé að lágmarki B og að lágmarki C+ í ensku. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.