ENSK3AE05 - Almenn akademísk enska, bókmenntir og ritun

Almenn akademísk enska, bókmenntir, ritun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3AO05
Í áfanganum lesa nemendur ýmiss konar fræðitexta og vinna með þá í mæltu og rituðu máli. Einnig lesa þeir margs konar bókmenntir. Áframhaldandi áhersla er á ritun, ritunaraðferðir, röksemdafærslu, uppsetningu ritgerða og frágang. Auknar kröfur eru gerðar um sjálfstæði nemenda

Þekkingarviðmið

  • þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar á háskólastigi
  • merkingu texta sem hefur samfélagslegar og fræðilegar skírskotanir
  • þeirri notkun tungumálsins sem er nauðsynleg til að standast hæfniviðmið þrepsins
  • helstu aðferðum við að skipuleggja og skrifa fræðilegan texta á ensku

Leikniviðmið

  • skilja sérhæfða texta um málefni sem hann þekkir og þekkir ekki
  • skilja almennt talað mál og fyrirlestra um tiltekin málefni á ensku
  • lesa texta sem gera miklar kröfur til lesandans hvað varðar orðaforða, uppbyggingu og myndmál sér til ánægju og upplýsinga
  • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan máta
  • beita ritmáli í mismunandi tilgangi

Hæfnisviðmið

  • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni á ensku og nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur áhuga á, þekkir eða getur aflað sér þekkingar á
  • leggja gagnrýnið mat á texta
  • beita málinu til að geta tekið fullan þátt í umræðum um ýmis mál
  • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
  • vinna úr heimildum og skrá þær viðurkenndan hátt
  • skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta sem tekur mið af lesanda
  • vinna og flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu, ritgerð eða greinargerð og draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt
  • tjá tilfinningar og nota hugarflugið í rituðu máli
Nánari upplýsingar á námskrá.is