Ný námsbraut í einka- og styrktarþjálfun

Námsbraut í einka- og styrktarþjálfun ÍAK fer af stað í haust. Innritun stendur nú yfir en umsóknarfrestur er til 31. maí.

Námsbrautin undirbýr þá sem vilja starfa sem einka- og styrktarþjálfarar og þjónusta þá sem leita eftir aðstoð og leiðbeiningum varðandi líkamsþjálfun og heilsurækt. Hlutverk einka- og styrktarþjálfara er m.a. gerð einstaklingsmiðaðra þjálfunaráætlana, fyrir almenning og íþróttafólk byggðum á líkamsgreiningum og niðurstöðum úr samtölum er varða heilsufarssögu sem og markmiðum viðkomandi skjólstæðings.

námi loknu hafa nemendur haldgóða þekkingu á uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans og viðbrögðum hans við þjálfunaráreiti. Nemendur fræðast um mikilvægi heilbrigðs lífstíls og um leiðir til að hámarka afkastagetu líkamans.

Hér eru nánari upplýsingar um brautina, m.a. um umsóknir, inntökuskilyrði, námsgjöld og uppbyggingu brautarinnar.