Staðkennsla í öllum áföngum eftir páskaleyfi

Kennsla eftir páskafrí hefst þriðjudaginn 6. apríl samkvæmt stundaskrá. Allir áfangar verða kenndir í staðkennslu eins og var fyrir páska.

Það mega ekki vera fleiri en 30 í rými og því hvetjum við nemendur til að nýta kennslustofur á milli tíma og í matarhléi. Nemendur eru minntir á að virða tilmæli almannavarna um sóttvarnir. Við notum grímur og reynum að halda 2 metra fjarlægð eins og hægt er. Nemendur geta fengið grímur við innganga skólans eins og verið hefur og þar eru jafnframt sprittstandar til að spritta hendur þegar komið er inn. Slíkir standar eru víðar um skólann. Aðgangur að matsalnum verður takmarkaður.

Við þurfum öll að leggjast á eitt um að láta þetta ganga upp og koma í veg fyrir smit.