Fab Lab Suðurnes formlega opnað

Föstudaginn 23. febrúar var formleg opnun Fab Lab Suðurnes. Þar mættu fulltrúar sveitarfélaga og menntastofnana á Suðurnesjum sem eiga aðild að smiðjunni auk ríkisins. Kristján Ásmundsson skólameistari bauð gesti velkomna og ræddi um tilurð og tilgang Fab Lab smiðjunnar. Vilhjálmur Magnússon forstöðumaður kynnti svo smiðjuna og þau tækifæri sem felast í henni fyrir skóla, atvinnulíf og nýsköpun. Gestir skoðuðu svo aðstöðuna og þáðu veitingar í boði skólans.

Við bendum á upplýsingar um Fab Lab Suðurnes, opnunartíma og fleira á Facebook-síðu smiðjunnar.

Í myndasafninu eru fleiri myndir frá opnuninni.