Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Fjölmenni og veðurblíða í gróðursetningu

GrodursetningH2016 Frett1Á dögunum fór hópur útskriftarnemenda í hina hefðbundnu gróðursetningu ásamt nokkrum kennurum.

Að venju var góð stemning í hópnum sem var nokkuð fjölmennur að þessu sinni.  Ekki skemmdi veðrið fyrir en það bauð upp á einmuna blíðu fyrir hópinn.  Farið var að Rósaselsvötnum fyrir ofan Keflavík en þar á skólinn skika þar sem útskriftarhópar gróðursetja plöntur til minningar um veru sína í skólanum.

Svæðinu sem um ræðir fékk skólinn á sínum tíma úthlutað hjá Skógræktarfélagi Suðurnesja. Þeir nemendur sem útskrifast frá skólanum gróðursetja þar plöntur tvisvar á ári; nemendur sem útskrifast á haustönn fara í upphafi haustannar en hópar sem útskrifast að vori gróðursetja þá. Þetta hefur verið gert í þó nokkur ár og er búið að gróðursetja þó nokkuð af plöntum sem eiga vonandi eftir að vaxa þar og dafna.

Hér eru nokkrar myndir frá gróðursetningu haustannar.

GrodursetningH2016 14

GrodursetningH2016 10

 

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015