Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Tölvunemar á vettvangi

TTHBH2015 06Nemendur á tölvufræðibraut og tölvuþjónustubraut hafa gert víðreist undanfarið og heimsótt fyrirtæki. 

Nemendur á tölvufræðibraut og tölvuþjónustubraut fóru í heimsókn til Isavia á dögunum.  Að vanda tóku Isaviamenn vel á móti hópnum sem fékk að skoða innviði flugstöðvarinnar hátt og lágt.  Nemendur af tölvuþjónustubraut fóru einnig í heimsókn til Nýherja.  Þar fengu nemendur fræðslu um fyrirtækið og öðluðust betri innsýn í það starf sem fer fram í svo stóru tölvufyrirtæki.  Nýherjar tóku vel á móti okkar fólki og var það ánægður nemendahópur sem sneri til baka suður með sjó.  Það er bæði spennandi og gagnlegt fyrir nemendur að fara í svona heimsóknir enda sjá þeir svart á hvítu hverskonar starf fer fram í tölvudeildum fyrirtækja, enda er alla jafna í mörg horn að líta í þannig deildum. 

Hér að neðan eru nokkrar myndir úr heimsóknunum en við bendum á Facebook-síðu skólans en þar er sagt frá fleiri ferðalögum nemenda auk fleiri frétta úr skólalífinu.


TTHBH2015 01

TTHBH2015 02

TTHBH2015 03

TTHBH2015 04

TTHBH2015 05

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015