Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

FS - FG í Gettu betur

GettuBeturRUVMiðvikudaginn 4. febrúar keppir lið skólans í 3. umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.  Mótherjinn verður lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ og verður keppnin sýnd beint í Sjónvarpinu og hefst kl. 20:00.

 

Í fyrstu umferð keppninnar tapaði okkar lið fyrir Flensborgarskóla en komst áfram í aðra umferð sem stigahæsta tapliðið.  Í næstu umferð sigraði okkar fólk síðan lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og er því komið í 8 liða úrslit.

Lið skólans skipa Alexander Hauksson, Bjarni Halldór Janusson og Helga Vala Garðarsdóttir.  Varamenn og liðsstjórar eru Brynjar Steinn Haraldsson og Tinna Björg Gunnarsdóttir. Þjálfari liðsins er Grétar Þór Sigurðsson.

Við óskum okkar fólki góðs gengis og hvetjum alla til að fylgjast með.

Heimasíða Gettu betur hjá RÚV

 

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015