Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Til athugunar meðan lokun skóla stendur

SkolasetningH2018

Nú hefur samkomubann og lokun skóla staðið í nokkra daga og því vill skólinn árétta nokkur atriði.

 

Það skiptir miklu máli að halda sínum venjum varðandi námið og sinna því af alúð. Kennarar eru að setja inn verkefni og efni fyrir nemendur og þeir fylgjast með hverjir eru að sinna því.

Flestir eru að hafa samband við nemendur gegnum INNU eða Moodle og eru að setja upp kennslutíma á mismunandi formi t.d. gegnum forritið ZOOM, með hljóðskrá og fleira. Okkar markmið er að nemendur geti haldið áfram námi og lokið önninni þrátt fyrir óvenjulegar og fordæmalausar aðstæður eins og hægt er.

Námsráðgjafar eru til taks hér í skólanum og hægt er að senda póst á þá, á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með símanúmeri sem þeir geta hringt í. Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna og fá samband við námsráðgjafa.

Sálfræðingur skólans er einnig við tvo daga í viku og býður uppá „opna símaviðtalstíma“. Þar gildir það sama að hægt er að senda póst á sálfræðinginn með símanúmeri á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fá stutt símaviðtal.

Við viljum hvetja ykkur til að vera dugleg að læra meðan þetta ástand varir, nú reynir enn meira á ykkar dugnað og sjálfsaga við námið og munið að þetta er ekki frí. Þótt ástandið sé alvarlegt er afskaplega mikilvægt að við höldum ró okkar og höldum okkar striki.

Við viljum ítreka við ykkur að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má finna hverju sinni hér https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

Við munum senda ykkur frekari upplýsingar eftir því sem þær berast okkur.

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014