Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Textílsýning í Landsbankanum

TextilH2019 07Nemendur sem hafa verið að vinna lokaverkefni í textíl sýna verk sín í útibúi Landsbankans í Reykjanesbæ.

Þessi háttur hefur verið hafður á undanfarin ár og hefur textíldeild skólans verið í góðu samstarfi við starfsfólk Landsbankans sem hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og stuðning.  Að þessu sinni sýna þrír nemendur verk sín í bankanum, þau Natalía Nótt Árnadóttir, Kristín Margrét Ingibjargardóttir og Helgi Líndal Elíasson.  Það er lærdómsríkt fyrir nemendur að sýna verk sín opinberlega á þennan hátt og svona verkefni eru líka liður í að styrkja samband og samskipti atvinnulífs og skóla.

TextilH2019 01

TextilH2019 01

TextilH2019 01

TextilH2019 01

TextilH2019 01

TextilH2019 01

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014