Meginmarkmið:
Markmið starfsmannastefnu Fjölbrautaskóla Suðurnesja er að styrkja og laða að öflugt starfsfólk sem veitir nemendum þá allra bestu þjónustu sem völ er á, í samræmi við lög um framhaldsskóla og markmið skólans.
Deilimarkmið:
- Að laða að hæft starfsfólk og halda því.
- Að tryggja starfsfólki góð starfsskilyrði og möguleika á fræðslu og endurmenntun til þess að viðhalda færni og þróast í starfi.
- Að tryggja að gagnkvæmt traust og gott samstarf ríki innan skólans.
- Að stuðla að uppbyggilegri og faglegri umræðu um skólamál.
- Að starfsmenn leitist við að laga sig að síbreytilegum kröfum sem starfið gerir til þeirra með því að tileinka sér nýja starfshætti í samræmi við þróun og kröfur samfélagsins og séu opnir fyrir nýjungum.
- Að starfsfólk sé vel upplýst um verkefni sín og skyldur.
- Að stuðla að öflugu upplýsingaflæði.
- Að styðja vel við nýja starfsmenn.
- Að félagslíf starfsmanna sé öflugt og fjölbreytt.
Aðgerðaráætlun:
- Bjóða upp á gott starfsumhverfi.
- Bjóða upp á fjölskylduvænan vinnustað með því að sýna sveigjanleika og taka tillit til fjölskylduaðstæðna eins og hægt er, t.d. við töflugerð og skipulag vinnu.
- Skapa tækifæri til endurmenntunar, s.s. starfsþróunarhópa, fyrirlestra, námskeið, ráðstefnur, vettvangsheimsóknir, ígrundun og jafningjastuðning.
- Tryggja gott upplýsingaflæði með útgáfu Andapósts, tölvupósti til starfsmanna og fundum.
- Skapa svigrúm til samvinnu innan dagvinnutíma.
- Hvetja til uppbyggilegra skoðanaskipta og lausnamiðaðrar umræðu.
- Skipuleggja fagfundi, námsfundi og starfsmanna- og kennarafundi og halda skrá yfir niðurstöður og ályktanir þeirra.
- Stuðla að faglegum umræðum m.a. á samfélagsmiðlum.
- Stjórnendur taki á móti nýju starfsfólki og fari í gegnum það sem tengist þeirra starfi og vinnustaðnum.
- Námstjórar taki á móti nýjum kennurum áður en kennsla hefst og fari í gegnum gátlista tengdan starfinu.
- Handbók fyrir nýja kennara sé afhent þegar þeir hefja störf og hún uppfærð reglulega.
- Að skólinn styðji við öflugt og virkt starfsmannafélag.
Síðast endurskoðað í otkóber 2024