Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Viðbótarnám til stúdentsprófs

 

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Viðbótarnám fyrir nemendur á starfsnámsbrautum

Nemendur sem ljúka skilgreindu starfsnámi á framhaldsskólastigi eiga kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi sem er samræmt í tilteknum greinum skv. ákvæðum í reglugerð (væntanlegt 2003-2004). Stúdentsprófið tryggir ekki aðgang að öllu námi á háskólastigi. Einstakir háskólar eða háskóladeildir setja ýmsar sérkröfur sem nemendur þurfa einnig að uppfylla og í sumum tilvikum þurfa nemendur að gangast undir inntökupróf. Það er því mikilvægt að nemendur sem stefna að inngöngu í tiltekinn skóla á háskólastigi afli sér upplýsinga um þær kröfur sem viðkomandi skóli gerir um undirbúning.

Til þess að fá starfsnám auk viðbótarnáms viðurkennt til stúdentsprófs skulu nemendur ljúka námi eins og tilgreint er hér á eftir.

Viðbótarnámið geta nemendur

 1. skipulagt sjálfir í samráði við hlutaðeigandi framhaldsskóla miðað við skilgreind markmið um áframhaldandi nám á háskólastigi, eða
 2. lokið námi í eftirtöldum greinum þannig að heildarnám þeirra verði eins og tilgreint er í töflunni:1. Þriggja til fjögurra ára starfsnám.
Nemendur skulu hafa lokið námi í skóla með fullnægjandi árangri og einnig áskilinni starfsþjálfun að fullu. Ekki er gerð krafa um að nemendur í löggiltum iðngreinum hafi lokið sveinsprófi. Auk þess skulu nemendur hafa bætt við sig námi í almennum bóklegum greinum þannig að heildarnám í einstökum greinum verði ekki minna en hér greinir:

 • íslenska: 15 einingar
 • enska: 12 einingar
 • stærðfræði: 6 einingar
  Fyrra nám nemenda í ofantöldum greinum kemur til frádráttar.

  Einnig skulu nemendur bæta við sig námi í
 • tungumálum eða náttúrufræðigreinum og stærðfræði
  eða samfélagsfræðigreinum: 12 einingar
  samkvæmt eigin vali. Fyrra nám í þeim námsgreinum sem hér um ræðir kemur ekki til frádráttar. Miða skal við að nám í grein verði ekki minna 9 ein. samtals. Stærðfræði er þó undanskilin frá 9 eininga reglunni.

Starfsnám sem fellur undir þessar reglur (3-4 ára starfsnám)

 

 

2. Tveggja til þriggja ára starfsnám. Nemendur skulu hafa lokið námi í skóla með fullnægjandi árangri og einnig áskilinni starfsþjálfun að fullu. Ekki er gerð krafa um að nemendur í löggiltum iðngreinum hafi lokið sveinsprófi. Auk þess skulu nemendur hafa bætt við sig námi í almennum bóklegum greinum þannig að heildarnám í einstökum greinum verði ekki minna en hér greinir:

 • íslenska: 15 einingar
 • enska: 15 einingar
 • saga: 6 einingar
 • náttúruvísindi: 9 einingar
 • stærðfræði: 6 einingar
 • íþróttir: 8 einingar
  Fyrra nám nemenda í ofantöldum greinum kemur til frádráttar.

  Einnig skulu nemendur bæta við sig námi í:
 • 3ja máli eða stærðfræði: 12 einingar og
 • samfélagsgreinum eða náttúrufræðigreinum eða íþróttagreinum: 15 einingar
  samkvæmt eigin vali. Fyrra nám í þeim námsgreinum sem hér um ræðir kemur ekki til frádráttar. Miða skal við að nám í grein verði ekki minna 9 ein. samtals. Saga og stærðfræði er þó undanskildar frá 9 eininga reglunni.

Starfsnám sem fellur undir þessar reglur (2-3 ára starfsnám)

 

 

3. Starfsnám sem tekur skemmri tíma en tvö ár. Nemandi sem lýkur skilgreindu námi í þessum flokki með fullnægjandi árangri og óskar að halda áfram námi á annarri námsbraut getur fengið nám sitt með þessum hætti:

Nám sem nemendur hafa lokið í almennum greinum kemur í öllum tilvikum til frádráttar námi í sömu greinum á þeirri braut sem nemendur innritast á.

Ef nemandi innritast á almenna bóknámsbraut er viðkomandi skóla heimilt að meta sérnám nemenda til allt að 12 eininga á kjörsviði viðkomandi námsbrautar og til allt að 12 eininga í frjálsu vali.

Starfsnám sem fellur undir þessar reglur (minna en 2 ár)

Afreksíþróttalína

 

Afreksíþróttalína

Umsóknareyðublað - haustönn 2020

Gjald á önn: 30.000 kr.

Afreksíþróttalína er fyrir góða nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksíþróttamanna, samhliða krefjandi bóknámi. Nemendur fá svigrúm til að einbeita sér að sinni íþrótt samhliða náminu.

 

Kjarni - 24 ein.   1. þrep - 8 ein. 2. þrep - 16 ein. Ein.
Knattspyrna KNAT 1AA08 2AA08 2AA08 24 ein.
           
Kjarni - 24 ein.   1. þrep - 8 ein. 2. þrep - 16 ein. Ein.
Körfuknattleikur KARF 1AA08 2AA08 2AA08 24 ein.
           
Kjarni - 24 ein.   1. þrep - 8 ein. 2. þrep - 16 ein. Ein.
Tækvondo TÆKV 1AA08 2AA08 2AA08 24 ein.

 

Hámark 8 einingar á þrepi 1 og hámark 16 einingar á þrepi 2 nýtast á brautum.

Vikuleg stundatafla

Mánudagur  Þriðjudagur  Miðvikudagur  Fimmtudagur  Föstudagur 
 
Þjálfun í skóla

 
Þjálfun í skóla

Fyrirlestrar

Þjálfun í skóla

 Skóli 
 
Skóli


 Skóli

 Skóli

 Skóli

 Þjálfun í félagi

 
Þjálfun í félagi

 Þjálfun í félagi

 Þjálfun í félagi

 Þjálfun í félagi

 

Stoðgreinar - fræðsluerindi

 • Næringarfræði
 • Íþróttasálfræði
 • Íþróttalíffræði
 • Framkoma í fjölmiðlum
 • Hjólreiðar - fjallganga
 • Sund - skíði - snjóbretti

Afrekspróf - árangursskrá

 • Þolpróf
 • Hraðapróf
 • Liðleikapróf
 • Styrktarpróf
 • Tæknipróf
 • Persónuleikapróf

Inntökuskilyrði

 • Góður námsárangur
 • Góður íþróttaárangur - stundað íþróttagrein í 6-10 ár
 • Er í hópi þeirra bestu meðal jafnaldra
 • Hefur meðmæli síns íþróttafélags
 • Gott líkamlegt ástand
 • Rétt hugarfar til náms og íþrótta

Hraðferðarlína fyrir afburða námsmenn

 

Hraðferðarlína fyrir afburða námsmenn

 

1. önn 2. önn
Enska Enska
Danska Danska
Stærðfræði Stærðfræði
Íslenska Íslenska
Náttúrufræði (6 ein.) Náttúrufræði
Lífsleikni Saga
Íþróttir Íþróttir
  Val
 • Fjöldi nemenda sem fær inngöngu á brautina er takmarkaður.
 • Tekið er tillit til þess ef nemandi hefur þegar tekið einstaka áfanga í skólanum.
 • Eftir fyrsta árið velja nemendur sér stúdentsleið með tilliti til frekara framhaldsnáms, t.d. verkfræðigreinar, heilbrigðisgreinar, raungreinar, tungumál, samfélags- og félagsfræðigreinar o.s.frv.
 • Nánari upplýsingar veita námsráðgjafar.

Viðskipta- og hagfræðibraut (VH) 140 ein.

 

Viðskipta- og hagfræðibraut (VH) 140 ein.

Meginmarkmið náms á viðskipta- og hagfræðibraut er að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegu námi með áherslu á sérsvið viðskipta- og hagfræðigreina. Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í viðskiptafræðum, hagfræði og skyldum greinum. Meðalnámstími er 8 annir og náminu lýkur með stúdentsprófi.

Námsframvinda:
- Ef nemandi fellur í fleiri en tveimur bóklegum greinum tvær annar í röð þarf hann að velja sér aðra braut en stúdentsbraut.
- Ef nemandi fellur í sama áfanga í íslensku tvisvar í röð þarf hann að velja sér aðra braut en stúdentsbraut.
- Ef nemandi fellur í sama áfanga í stærðfræði tvisvar í röð þarf hann að velja sér aðra braut en viðskipta- og hagfræðibraut. Ástæðan er sú að stærðfræði er grunnfag á brautinni og þarf nemandi að taka a.m.k. fimm áfanga í greininni (103 - 503) til að ljúka brautinni.

Prentvæn útgáfa - Viðskipta- og hagfræðibraut  
Námsáætlun-skipting á annir  
   
Kjarni 98 ein.
Íslenska                              ÍSL 103 203 (102 202 212) 303 403 503 15 ein.
Stærðfræði                               STÆ 103 203 (102 122 202) 303 403 503 15 ein.
Erlend tungumál                   27 ein.
   Enska ENS 103 203 (102 202 212) 303      
   Danska DAN 103 203 (102 202 212)        
   Franska / Spænska / Þýska   103 203 303 403          
Saga                             SAG 103 203             6 ein.
Félagsfræði FÉL 103               3 ein.
Lífsleikni LKN 103               3 ein.
Viðskipta- og hagfræðigreinar                   12 ein.
   Bókfærsla BÓK 103                
   Viðskiptalögfræði VIÐ 143                
   Rekstrarhagfræði HAG 103                
   Þjóðhagfræði HAG 113                
Náttúruvísindi NÁT 103 113 123           9 ein.
Íþróttir ÍÞR 1B1 1V1 1V1 1D1 2V1 2V1 2V1 2V1 8 ein.
Kjörsvið 30 ein.
Kjörsvið felur í sér sérhæfingu á sviði viðskipta- og hagfræðigreina og skyldra greina í
samræmi við markmið brautarinnar.
Kjörsviðsgreinar viðskipta- og hagfræðibrautar eru:
   Bókfærsla BÓK 203 213 303            
   Hagfræði HAG 203 213 313            
   Viðskiptafræði VIÐ 103 113 123 133 213 223      
   Íslenska ÍSL 603 613 623 633 643 653 663    
   Enska ENS 403 503 603 703          
   Stærðfræði                               STÆ 313 413 513 523 543 603 703    
   Upplýsingatækni UTN 103 203              

Skóli getur bætt við áföngum í ofannefndum greinum sbr. það sem segir um áfangalýsingar í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla.
Nemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar, annaðhvort viðbót við kjarnagreinar eða nýjar greinar.
Samanlagt nám í grein á kjörsviði og í kjarna verði að lágmarki 9 einingar.
Nemandi á viðskipta- og hagfræðibraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám á kjörsviðum annarra brauta sem hluta af sínu kjörsviði. Þó mega einingar í grein ekki vera færri en 9.

Frjálst val nemanda: 12 ein.  
Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla.
Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekið í öðrum skólum.

Síðast breytt: 30. október 2014

Náttúrufræðibraut (NÁ) 140 ein.

 

Náttúrufræðibraut (NÁ) 140 ein.

Meginmarkmið náms á náttúrufræðibraut er að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á sérsvið náttúruvísinda. Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í náttúruvísindum, stærðfræði og öðrum greinum sem byggjast á góðri undirstöðu í náttúruvísindum, s.s. heilbrigðisgreinum og landbúnaðarfræðum. Meðalnámstími er 8 annir og náminu lýkur með stúdentsprófi.

Námsframvinda:
- Ef nemandi fellur í fleiri en tveimur bóklegum greinum tvær annar í röð þarf hann að velja sér aðra braut en stúdentsbraut.
- Ef nemandi fellur í sama áfanga í íslensku tvisvar í röð þarf hann að velja sér aðra braut en stúdentsbraut.
- Ef nemandi fellur í sama áfanga í stærðfræði tvisvar í röð þarf hann að velja sér aðra braut en náttúrufræðibraut. Ástæðan er sú að stærðfræði er grunnfag á brautinni og þarf nemandi að taka a.m.k. fimm áfanga í greininni (103 - 503) til að ljúka brautinni.
Prentvæn útgáfa - Náttúrufræðibraut  
Námsáætlun-skipting á annir  
   
Kjarni 98 ein.
Íslenska                            ÍSL 103 203 (102 202 212) 303 403 503 15 ein.
Stærðfræði                               STÆ 103 203 (102 122 202) 303 403 503 15 ein.
Erlend tungumál                   27 ein.
   Enska ENS 103 203 (102 202 212) 303      
   Danska DAN 103 203 (102 202 212)        
   Franska / Spænska / Þýska   103 203 303 403          
Saga                             SAG 103 203             6 ein.
Félagsfræði FÉL 103               3 ein.
Lífsleikni LKN 103               3 ein.
Náttúrufræði                   21 ein.
   Eðlisfræði EÐL 103                
   Efnafræði EFN 103                
   Jarðfræði JAR 103                
   Líffræði LÍF 103                
   Náttúruvísindi NÁT 103 113 123            
Íþróttir ÍÞR 1B1 1V1 1V1 1D1 2V1 2V1 2V1 2V1 8 ein.
Kjörsvið 30 ein.
Kjörsvið felur í sér sérhæfingu í náttúrufræðigreinum og stærðfræði í samræmi við markmið brautarinnar.
Kjörsviðsgreinar náttúrufræðibrautar eru:
   Eðlisfræði EÐL 203 303 403            
   Efnafræði EFN 203 303 313            
   Jarðfræði JAR 113 203 213            
   Líffæra- og lífeðlisfræði LOL 103 203              
   Líffræði LÍF 113 203 303            
   Stærðfræði                               STÆ 313 413 513 523 543 603 703    

Skóli getur bætt við áföngum í ofannefndum greinum sbr. það sem segir um áfangalýsingar í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla.
Nemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar, annaðhvort viðbót við kjarnagreinar eða nýjar greinar.
Samanlagt nám í grein á kjörsviði og í kjarna verði að lágmarki 9 einingar.
Nemandi á náttúrufræðibraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám á kjörsviðum annarra brauta sem hluta af sínu kjörsviði. Þó mega einingar í grein ekki vera færri en 9.

Frjálst val nemanda: 12. ein.  
Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla.
Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekið í öðrum skólum.

Síðast breytt: 30. október 2014

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014