Nemendur læra að setja upp vefsíður í CMS vefumsjónarkerfi eins og t.d. Joomla. Nemendur hanna og byggja upp vefsíður með ýmsa notkunareiginleika í huga. Reynt er að láta verkefni líta út fyrir að vera sem raunverulegust. Nemendur vinna stórt lokaverkefni í áfanganum og mega vinna það í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.
- Athugasemd: Áfangi fyrir nemendur á tölvuþjónustubraut.