Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

LÍF-3036

Verkefnalíffræði
Í þessum áfanga samþættir nemandinn þá þekkingu og færni, sem hann hefur aflað sér í fyrri líffræðiáföngum og öðrum námsgreinum, við vinnu að fjölþættum úrlausnarefnum og verkefnum. Meginmarkmið áfangans er þannig að brjóta niður veggi milli fyrri áfanga og faga, rifja upp efni þeirra og setja það í víðara samhengi en áður hefur verið mögulegt. Mælt er með að lágmarkseinkunn inn í áfangann verði 6. Hver nemandi velur á milli þess að vinna a.m.k. einnar einingar vefsíðuefni eða heimildaritgerð sem krefst a.m.k. að hluta til þýðinga úr erlendum fræðiritum um þrengri svið líffræðinnar. Nemendur vinna sjálfstætt og í hópum og þjálfast í að koma hugmyndum sínum og niðurstöðum frá sér á greinargóðan hátt. Skólar geta boðið upp á margbreytileg verkefni sem m.a. helgast af sérstöðu þeirra og áhugasviði nemenda. Nemendur nota ýmiss konar búnað og nýta upplýsinga- og samskiptatæknina við verkefni sín. Gert er ráð fyrir samstarfi við stofnanir og ýmsa aðila sem starfa innan fræðasviðsins. Tilvalið væri að hver skóli kæmi sér upp langtímaverkefni eða -verkefnum þar sem hver nemendaárgangur vinnur einn hlekk verkefnisins.

  • Undanfari: LÍF 203
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014