Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

THL-1436

Híbýlahönnun
Lögð er áhersla á og kynntir hinir mismunandi möguleikar á textílhönnun í manngerðu umhverfi okkar, t.d. gluggatjöldum, púðum, áklæði, dúkum o.s.frv. Hvaða hlutverki slíkir hlutir gegna í daglegum þörfum okkar og lífsstíl. Tekin eru fyrir gæði og eiginleikar þeirra hráefna sem notuð eru til híbýla. Einnig hverju þarf að taka mið af við útfærslu hugmynda við slíka hönnun, útreikninga, þ.e. við mælingar, efnismagn o.fl. Einnig er lögð sérstök áhersla á hinar mismunandi vinnuaðferðir, bæði er varðar styrkleik, frágang og útlit. Fjallað er um hin ólíku stílbrigði, húsbúnað, lýsingu, liti, verð og gæði, meðferð og meðhöndlun; allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á val okkar, lífsstíl og hugmyndafræði. Teknir eru fyrir hinir ólíku hönnunarþættir textílgreina sem tengjast inn í híbýlahönnunina, t.d. þrykk, útsaumur, vefnaður o.fl. Nemendur gera tillögur að nokkrum útfærslum og rýmisteikningar af híbýlum, safna prufum og upplýsingum sem færðar eru inn í hugmyndabækur. Þeir velja síðan eina hugmynd og fullvinna. Nemendur gera greinargerð um þær forsendur sem liggja að baki hugmyndinni og framkvæmd verksins. Markmiðið er að afurðin hafi notagildi og tengist umhverfi nemandans. Æskilegt er að vettvangsheimsóknir og fyrirlestrar tengist áfanganum.
  • Athugasemd: Valáfangi.
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014