Af stærðfræðikeppni grunnskólanemenda

StaekeppniV2020 Frett1Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í skólanum fimmtudaginn 27. febrúar. Þátttakendur voru 112 úr níu grunnskólum á Suðurnesjum.

Keppendur voru 46 úr 8. bekk, 35 úr 9. bekk og 31 úr 10. bekk.  Fjölmennustu hóparnir voru úr Myllubakkaskóla eða 31 og úr Holtaskóla komu 28 nemendur.  Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu þeir pizzu og vatn.  Keppnin sjálf hófst síðan kl. 15:00 og stóð til kl. 16:30. Allir nemendurnir voru skólum sínum til sóma.

Vegna veðurs voru nokkur forföll eins og gengur og mættu 63% af þeim sem voru skráðir til keppni og er það aðeins lakari heimtur en oftast áður.  Verðlaunaafhending verður auglýst síðar.
Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin eins og undanfarin ár.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá keppninni.

StaekeppniV2020 Frett2

StaekeppniV2020 Frett3

StaekeppniV2020 Frett4