Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Heiðursmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja

 

Heiðursmerki FS

Við veitingu á Gullmerki / Silfurmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja skal hafa eftirfarandi í huga.

Gullmerki / tignarmerki:
verði veitt þeim sem hafa unnið skólanum verulegt gagn þannig að skipt hafi sköpum varðandi framgang og þróun skólans. t.d. starfsmenn sem hafa unnið við skólann í 25 ár.
     
Silfurmerki / heiðursmerki:
verði veitt þeim sem hafa unnið skólanum gagn
   

Eftirtaldir hafa hlotið Gullmerki / Silfurmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja

 

Vor 1994

Gullmerki;
Jón Böðvarsson, fyrsti skólameistari FS.
Ingólfur Halldórsson, fyrrum aðstoðarskólameistari FS.
Gunnar Sveinsson, formaður samstarfsnefndar um fjölbrautaskóla og fyrsti formaður skólanefndar FS.
Magnús Gíslason, fyrrverandi formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.

 
Silfurmerki;
Eggert Ólafsson, í samstarfsnefnd um fjölbrautaskóla fulltrúi Hafna / í fyrstu skólanefnd FS.
Bogi Hallgrímsson, fulltrúi Grindavíkur í skólanefnd FS
Ingimundur Þ. Guðnason, fulltrúi Garðs í skólanefnd FS.
Ingvar Jóhannsson, í samstarfsnefnd um fjölbrautaskóla fulltrúi Njarðvíkur / í fyrstu skólanefnd FS.
Gunnar Björn Björnsson nemandi, fyrir að semja og gefa út kennslubók í stærðfræði.
Daníel Guðbjartsson nemandi, keppandi á Ólympíuleikum í stærðfræði.
Ólafur Jónsson nemandi, keppandi á Ólympíuleikum í stærðfræði.
Halldór Pálsson, fyrrverandi formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja.
Jón Olsen, fyrrverandi formaður Vélstjórafélags Suðurnesja.
 

Haust 2002

Gullmerki;
Magnús Óskar Ingvarsson kennari, 25 ára starf við skólann.
Sturlaugur Ólafsson kennari, 25 ára starf við skólann.
Ægir Sigurðsson kennari, 25 ára starf við skólann.

 

Vor 2004

Gullmerki;
Þórunn Friðriksdóttir kennari, 25 ára starf við skólann 

 

Haust 2004

Silfurmerki;
Jón Sæmundsson, fráfarandi fjármálastjóri.  Starfaði við skólann frá 1988 - 2003.

 

Vor 2005


Gullmerki;
Gísli Torfason kennari, 25 ára starf við skólann.
Guðni Kjartansson kennari,  25 ára starf við skólann.
Sumarrós Sigurðardóttir kennari, 25 ára starf við skólann.

 

Vor 2006

Gullmerki;
Oddný Harðardóttir, fráfarandi aðstoðarskólameistari.

 
Silfurmerki;
Kristján Jóhannesson kennari fyrir vel unnin störf.  Frumkvöðull að keppni í málmsuðu sem er undanfari keppni Íslandsmóts iðngreina.

 

Vor 2007
 

Gullmerki;
Hjálmar Árnason, fyrrverandi skólameistari.

 

Vor 2009

Silfurmerki;
Sigtryggur Kjartansson, nemandi varð í efsta sæti í landskeppni í efnafræði.  Keppir fyrir hönd Íslands á Olympíuleikunum í efnafræði í sumar.  Varð í 6. sæti í þýskuþraut Félags þýskukennara og komst í úrslitakeppni landskeppninnar í eðlisfræði og stóð sig með prýði.

 

Vor 2011


Gullmerki;
Axel Gísli Sigurbjörnsson kennari, 25 ára starf við skólann.
Kristján Ásmundsson settur skólameistari, 25 ára starf við skólann.

 

Vor 2012


Gullmerki;
Ólafur Jón Arnbjörnsson, fráfarandi skólameistari.
Sara Harðardóttir kennari, 25 ára starf við skólann.


Vor 2013


Gullmerki;
Hörður Ragnarsson kennari, 25 ára starf við skólann.
Ingimundur Þ. Guðnason, fyrrverandi skólanefndarmaður. Sat í skólanefnd 1982-2013 (sem varamaður 1990-1994).
Kristbjörn Albertsson, fyrrverandi formaður skólanefndar. Sat í skólanefnd 1990-2013, þar af sem formaður frá 1994-2013.
Sigurlaug Kristinsdóttir bókari, 25 ára starf við skólann.
Þorvaldur Sigurðsson kennari, 25 ára starf við skólann.

Haust 2014


Gullmerki;
Björn Sturlaugsson kennari, 25 ára starf við skólann.

 

Haust 2015


Gullmerki;
Ása Valgerður Einarsdóttir kennari, 25 ára starf við skólann.

Heilsueflandi  SFR2014  SFR2015  SFR2016  SFR2017