Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Af Degi íslenskrar tungu

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur heimsótti skólann á Degi íslenskrar tungu.DagurIslTunguH2017 Frett02

Í skólanum var að sjálfsögðu haldið upp á Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember.  Það hefur verið gert lengi og auðvitað eru það íslenskukennarar skólans sem standa fyrir þeirri dagskrá.  Að þessu sinni heimsótti Jón Kalman Stefánsson rithöfundur okkur og ræddi við nemendur á sal en Jón er fyrrverandi nemandi og kennari við skólann.  Hann rifjaði upp veru sína í skólanum, sagði frá verkum sínum og las stuttan kafla úr nýjustu bók sinni, Sögu Ástu.  Það þarf ekki að taka fram að Jón er einn þekktasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur unnið Íslensku bókmenntaverðlunin og verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.  Það var líka sérstaklega gaman fyrir okkur að fá Jón í heimsókn en hann varð stúdent frá skólanum og starfaði síðar hér sem íslenskukennari.

Við þökkum Jóni kærlega fyrir komuna en hér eru nokkrar myndir frá dagskránni.

DagurIslTunguH2017 Frett01

DagurIslTunguH2017 Frett03

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015