Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Daði heimsótti myndlistarnemendur

Listmálarinn Daði Guðbjörnsson heimsótti nemendur á listnámsbraut.DagurMyndlistarH2017 06

Heimsóknin var hluti af Degi myndlistar sem Samband íslenskra myndlistarmanna stendur fyrir á hverju ári og sótti skólinn um að fá listamann í heimsókn sem hluta af þessu verkefni.  Daði heimsótti nemendur á listnámsbraut og var með skemmtilega og fróðlega kynningu á starfi myndlistarmannsins.  Nemendur og kennarar voru sérstaklega ánægðir með heimsókn Daða enda er það dýrmætt fyrir nemendur að fá slíka kynningu frá fyrstu hendi.

Við þökkum Daða kærlega fyrir komuna og hans framlag en hér að neðan eru nokkrar myndir frá heimsókn hans.

DagurMyndlistarH2017 01

DagurMyndlistarH2017 02

DagurMyndlistarH2017 03

DagurMyndlistarH2017 04

DagurMyndlistarH2017 05

DagurMyndlistarH2017 06

DagurMyndlistarH2017 07

DagurMyndlistarH2017 08

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015