Gjöf til hársnyrtinema

Hársnyrtinemar fengu góða gjöf frá Félagi hársnyrtisveina á dögunum. HargjofH2017

Þar var um að ræða bækur um undirstöðuatriði í hársnyrtingu, bæði lesbók og vinnubók.  Það voru nemar á 1. ári sem fengu bækurnar að gjöf en þær munu nýtast þeim í öllu þeirra námi.  Þessi gjöf var svo sannarlega vel þegin enda fylgir því nokkur kostnaður að stunda nám í háriðnum en bækurnar kosta um 30.000 krónur.  Við þökkum að sjálfsögðu fyrir þessa rausnarlegu gjöf en félög og fyrirtæki hafa verið dugleg við að styðja nemendur okkar í iðngreinum.

Á myndinni með fréttinni eru glaðir hársnyrtinemar með bækurnar sínar.