Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Villtir Þemadagar að baki

Temadagar2017Frett 01Þemadagar voru 23. og 24. febrúar og var yfirskrift þeirra Ung, villt og frjáls. 

Það er rétt að taka einkennisorð daganna ekki mjög bókstaflega.  Þar var fyrst og fremst vísað til þess að fólk hafði nokkuð frjálsar hendur um það hvernig það naut Þemadaganna að þessu sinni.  Á fimmtudag voru námskeið og fyrirlestrar og þar gátu nemendur farið á milli og skoðað allt sem var í boði.  Það er óhætt að segja að létt og góð stemning hafi verið í skólanum þennan dag og fólk hafi skemmt sér vel enda dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.

Á föstudag var boðið upp á dagskrá á sal.  Þar var byrjað á bröns í boði Þemadaga.  Vegna veðurs og ófærðar varð dagskráin reyndar nokkuð endasleppt en hún var stytt svo að nemendur kæmust örugglega til síns heima áður en boðað óveður skall á.  Þá var búið að bóka skemmtikrafta úr höfuðborginni sem ekki komust á staðinn vegna veðurs.  Í staðinn hlupu nokkrir nemendur í skarðið og skemmtu með söng og leik. 

Í myndasafninu má finna myndir frá Þemadögum.

Temadagar2017Frett 02

Temadagar2017Frett 03 Temadagar2017Frett 04

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015