Afmæliskaffi á 40 ára afmæli

AfmaeliskaffiiH2016 Frett1Þann 11. september voru 40 ára síðan Fjölbrautaskóli Suðurnesja var settur í fyrsta sinn og gerði heimafólk sér dagamun í tilefni þess. 

Afmælis skólans verður minnst á margvíslegan hátt og hápunkturinn verður opið hús laugardaginn 24. september.  Þar verður gestum boðið að skoða skólann og fylgjast með dagskrá þar sem fyrrverandi nemendur skólans verða í aðalhlutverki.  Skólinn var settur í fyrsta sinn þann 11. september árið 1976 og auðvitað var haldið sérstaklega upp á þau tímamót.  Afmælisdaginn bar reyndar upp á sunnudag og afmæliskaffið færðist því yfir á mánudaginn 12.  Nemendum og starfsfólki var þá boðið upp á kökur með morgunkaffinu og létu ekki sitt eftir liggja.  Vonandi verður afmælisfagnaðurinn áfram jafn skemmtilegur og við vonum að sem flestir láti sjá sig á afmælishátíðinni þann 24. september.

Hér eru nokkrar myndir frá afmæliskaffinu.

 

AfmaeliskaffiiH2016 Frett2

AfmaeliskaffiiH2016 Frett3

AfmaeliskaffiiH2016 Frett4