FS er fyrirmyndarstofnun SFR

StofnunArsins2016FrettFjölbrautaskóli Suðurnesja varð í 2. sæti í flokka stórra ríkisstofnana í úttekt SFR á stofnun ársins.

Skólinn hlaut þar með titilinn Fyrirmyndarstofnun og er ein þrettán ríkisstofnana sem fær þann titil.  Þetta er þriðja árið í röð sem við hljótum heitið Fyrirmyndarstofnun en í fyrra varð skólinn einnig í 2. sæti í sínum flokki.

Þetta er í ellefta sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Fjármála- og efnahagsáðuneytið. Val á Stofnun ársins er byggt á svörum tæplega 8.000 starfsmanna hjá ríki og sjálfseignarstofnunum sem starfa hjá 142 stofnunum.  Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu, ímynd stofnunar og nú í fyrsta sinn jafnrétti.

Myndin hér að ofan var tekin þegar úrslitin voru tilkynnt í Hörpu.  Á myndinni eru frá vinstri Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari, Kristján Ásmundsson skólameistari og Jón Þorgilssonar trúnaðarmaður SFR í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.