Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Gjöf til Krabbameinsfélagsins eftir slaufusölu

SlaufurV2016 02Nemendur í textíl færðu Krabbameinsfélagi Suðurnesja veglega gjöf.

Í skólanum er endurvinnsluáfangi í textíl og er liður í þeim áfanga að vinna verkefni úr endurunnu hráefni og gefa til góðgerðarmála.  Á þessari önn saumuðu nemendur herraslaufur og seldu.  Ágóðinn varð 200.000 kr. og rann hann til Krabbameinsfélags Suðurnesja.  Nemendur mega svo sannarlega vera stoltir af verkefninu en þau stóðu sig afar vel, bæði við vinnu og sölumennsku.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Sigríði Ingibjörnsdóttur starfsmann Krabbameinsfélags Suðurnesja veita styrknum móttöku frá nemendunum og Katrínu Sigurðardóttur kennara.

Nemendur og kennarar í fata-og textíldeildinni þakka þeim sem keyptu slaufur kærlega fyrir stuðninginn við verkefnið.

SlaufurV2016 01

SlaufurV2016 03

 

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015