Nemendur í vélstjórn heimsóttu Flugakademíu Keilis og kynntust námi í flugvirkjun.
Vel var tekið á móti hópnum og reyndist heimsóknin bæði fróðleg og skemmtileg. Það var Árni Már Andrésson, kennslustjóri í flugvirkjun hjá Keili, sem leiddi nemendur í allan sannleika um flugvirkjanámið og starfið. Ekki er ólíklegt að sumir vélstjórnarnemanna fari einmitt í flugvirkjanám að lokinni veru sinni hér. Það voru kennararnir Ívar Valbergsson og Jónas Eydal Ármannsson sem fóru með hópnum héðan. Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur og áhugaverða heimsókn.