Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Veftré

Gjafmildir Þemadagar að baki

Temadagar2016 Frett06Þemadagar voru 18. og 19. febrúar og var yfirskrift þeirra Sælla er að gefa en þiggja. 

Einkennisorð daganna vísa til þess að áhersla var á að safna til góðra málefna.  Á fimmtudag voru námskeið og fyrirlestrar og í hádeginu var boðið upp á skemmtiatriði á sal.  Þá var kaffihús í gangi og þar rann allur afrakstur í góðgerðamál.  Það er óhætt að segja að létt og góð stemning hafi verið í skólanum þennan dag og fólk hafi skemmt sér vel enda dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.  Á föstudag var boðið upp á glæsilega dagskrá á sal en þar tróðu nemendur upp auk skemmtikrafta úr öllum áttum.  Um leið var markaður í gangi en þar gátu gestir og gangandi fest kaup á varningi sem nemendur og kennarar höfðu gefið.  Hagnaðurinn af markaðinum rennur til góðs málefnis eins og af kaffihúsinu.  Nokkrir kennarar buðust til að fá rjómatertu í andlitið gegn vægu gjaldi og nemendur notuðu það tækifæri vel og létu um leið nokkrar krónur af hendi rakna í söfnun daganna.  Nemendum 10. bekkjar á svæðinu var sérstaklega boðið að sækja dagskrána á föstudag og mættu nemendur nokkurra grunnskóla.  Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og vonum að þeir hafi haft gaman að heimsókninni.

Eins og áður sagði var þemað í ár Sælla er að gefa en þiggja og hluti dagskrárinnar var helgaður söfnun til góðra málefna.  Á næstunni munu fulltrúar nemenda og kennara kanna hvernig þar tókst til og velja málefni sem munu njóta góðs af söfnuninni.

Í myndasafninu eru myndir frá Þemadögum.

Temadagar2016 Frett04

Temadagar2016 Frett05

Temadagar2016 Frett03

Heilsueflandi  SFR2014  SFR2015  SFR2016  SFR2017