Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Vorönn hafin

SkolasetningV2016 Frett01Fyrsti kennsludagur vorannar var þann 6. janúar en þá var skólinn formlega settur með skólasetningu á sal.

Á þessari önn verða tæplega 900 nemendur í skólanum.  Auk þess verður nokkur hópur grunnskólanemenda við nám í skólanum eins og undanfarin ár. Fyrsta kennsludag var skólasetning þar sem Kristján Ásmundsson skólameistari setti önnina og hélt stutta tölu. Ekki var annað að sjá en nemendur og starfsfólk mæti hress og til í slaginn eftir gott jólafrí.

Það verða alltaf einhverjar breytingar á kennarahópnum á milli anna.  Jóhanna Björnsdóttir verður í leyfi á þessari önn og Daníel Galvez og Ester Þórhallsdóttir verða í barneignarleyfi.  Þá kenna Arnar Stefánsson, Einar Óskar Friðfinnsson og Helgi Rafn Guðmundsson ekki á þessari önn.  Magnús Óskar Ingvarsson kemur inn sem stundakennari og Skúli Jóhannsson leysir af í tölvugreinum.  Steinunn Tómasdóttir fjármálastjóri hætti formlega um áramótin og hefur Sonja Sigurðardóttir verið ráðin í hennar stað.

Hér eru nokkrar myndir frá skólasetningunni.

SkolasetningV2016 Frett02

SkolasetningV2016 Frett03

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014