Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Nemendur á Evrópuþingi

MEP2015 02Þrír nemendur skólans tóku á dögunum þátt í Model European Parliament en nemendur okkar hafa sótt þessi þing undanfarin ár.

Model European Parliament eða MEP leikur eftir starfsemi Evrópuþingsins og er um leið alþjóðleg leiðtogaþjálfun.  Þingið hefur verið haldið tvisvar á ári frá árinu 1994 en árið 2005 var sett upp annað þing fyrir þjóðir sem liggja að Eystrasalti (MEP-BSR Model European Parliament - Baltic State Region).  Þar eru þær átta þjóðir á svæðinu sem eru í Evrópusambandinu en Íslendingar, Norðmenn og Rússar sækja einnig þingin.  Nemendur okkar hafa sótt þessi þing um árabil og þá verið fulltrúar Íslands en Fjölbrautaskóli Suðurnesja er eini framhaldsskólinn á Íslandi sem tekur þátt í MEP-BSR.  Að þessu sinni fóru þrír nemendur á þingið sem haldið var í Osló 6.-11. október.  Þetta voru þau Adam Sigurðsson, Alexander Hauksson og Tinna Björg Gunnarsdóttir og stóðu þau sig með mikilli prýði og höfðu gaman að þessari reynslu.  Með þeim í för var Ægir Karl Ægisson áfangastjóri sem hefur haldið um þetta verkefni frá upphafi.

Á myndinni hér að neðan eru frá vinstri Tinna Björg, Adam og Alexander.

MEP2015 01

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015