Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Frá foreldrafundi

Mánudaginn 31. ágúst var árlegur kynningarfundur fyrir foreldra nýnema haldinn á sal skólans.

Foreldrum nýnema var boðið á fundinn þar sem skólinn var kynntur og sýnt hvernig foreldrar geta fylgst með námi barna sinna í skólakerfinu Innu. Í lok fundarins gafst foreldrum svo tækifæri til að ræða við umsjónarkennara barna sinna.

Hrefna Pálsdóttir frá Rannsóknum og greiningu flutti stutt erindi um vímuefnaneyslu framhaldsskólanemenda. Fyrirtækið hefur um árabil gert viðamiklar kannanir á högum og líðan ungs fólks. Þar hafa komið fram athyglisverðar niðurstöður sem sýna að neysla unglinga á Suðurnesjum er á flestum sviðum undir landsmeðaltali.

Þá var komið að aðalfundi foreldrafélags skólans en það var stofnað árið 2009. Þar var Svavar Ólafsson kjörinn nýr formaður félagsins.  Fulltrúar nemendafélagsins NFS sögðu síðan frá starfsemi félagsins í vetur.

Vel var mætt á fundinn og við þökkum gestum okkar fyrir komuna og vonum að þeir hafi haft gagn af.

Hér má sjá nokkrar myndir frá fundinum.

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015