Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Nýtt skólaár hafið

Fyrsti kennsludagur haustannar var þann 19. ágúst en þá var skólinn formlega settur með skólasetningu á sal. 

Á þessari önn verða um 1000 nemendur í skólanum en þar af eru um 260 nýnemar.  Auk þess verður nokkur hópur grunnskólanemenda við nám í skólanum eins og undanfarin ár.

Fyrsta kennsludag var skólasetning þar sem Kristján Ásmundsson skólameistari setti önnina og hélt stutta tölu.  Sólborg Guðbrandsdóttir, formaður nemendafélagsins NFS, sagði svo frá starfsemi félagsins og kynnti stjórnarmenn og formenn nefnda og ráða.  Það er greinilega fjölhæft fólk í stjórn félagsins þetta árið en Sigurður Smári Hansson framkvæmdastjóri lauk dagskránni með því að syngja nokkur lög og leika undir á gítar.

Það verða alltaf einhverjar breytingar á kennarahópnum á milli ára en þær eru fáar í ár.  Nýir kennarar eru Einar Óskar Friðfinnsson, Ólöf Hildur Egilsdóttir og Sólveig Sveinbjörnsdóttir.  Einar Trausti Óskarsson, Karen Arason og Lárus Þ. Pálmason verða í leyfi á önninni en Elín Rut Ólafsdóttir, Sesselja Bogadóttir og Þorbjörg Garðarsdóttir koma aftur til starfa eftir leyfi.  Ólöf Bolladóttir, Eva Björg Sigurðardóttir, Ásta Katrín Gestsdóttir og Bjarni Þór Pálmason eru hætt og Arndís Harpa Einarsdóttir námsráðgjafi er hætt eftir að hafa leyst af síðasta vetur.

Hér eru nokkrar myndir frá skólasetningunni.

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015