Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Spánarferð Erasmus-fara

Í síðustu viku fóru fimm nemendur og tveir kennarar úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vit ævintýranna.ErasmusSpann2019 03

Ferðinni var heitið til Spánar, nánar tiltekið til Orihuela en þar er að finna framhaldsskólann Gabríel Míró sem líkist mjög Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sá skóli er einn af fimm samstarfsskólum FS í Erasmus+ verkefninu National Prides in a European Context. Vikan var viðburðarrík enda var skipulögð dagskrá frá morgni til kvölds. Nemendur gistu heima hjá nemendum Gabríel Míró og fengu tækifæri til að kynnast siðum og venjum heimafólks.

Spánn á sér langa og áhugaverða sögu. Tignarleg pálmatré, fagurskreyttar dómkirkjur, hringleikahús frá 5. öld. Appelsínu- og sítrónubúgarðar settu sterkan svip á svæðið og hitinn hafði góð áhrif.

Hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins á heimasíðu þess á slóðinni: www.npeurope.wordpress.com.

ErasmusSpann2019 02

ErasmusSpann2019 05

ErasmusSpann2019 04

ErasmusSpann2019 06

ErasmusSpann2019 01

 

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015