Af stærðfræðikeppni grunnskólanemenda

StaekeppniV2019 Frett1Stærðfræðikeppni grunnskólanemenda fór fram í skólanum þriðjudaginn 19. febrúar. Þátttakendur voru 138 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.

Keppendur voru 50 úr 8. bekk, 54 úr 9. bekk og 34 úr 10. bekk. Flestir þátttakendur voru úr Myllubakkaskóla eða 29. Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu pizzu og gos. Keppnin sjálf hófst síðan kl. 15:00 og stóð til kl. 16:30. Verðlaunaafhending verður auglýst síðar. Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin eins og undanfarin ár.

Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.

StaekeppniV2019 Frett2

StaekeppniV2019 Frett3